Þrif eftir framkvæmdir
Með áralanga reynslu af þrifum eftir framkvæmdir tryggjum við að rýmið sé fullkomlega hreint, tilbúið til afhendingar og laust við allt byggingarryk og óhreinindi.
Hvort sem um er að ræða einstaklinga sem hafa verið í framkvæmdum heima hjá sér eða byggingaverktaka sem eru að skila af sér nýbyggingum, sjáum við um fagleg og vönduð þrif sem uppfylla ströngustu kröfur um hreinlæti.
Við þrífum allt byggingarryk með kröftugum vélum, rykmoppum veggi, hurðar og innréttingar, hreinsum útveggjagler að innan og þrífum gluggakistur vandlega. Strokið af öllum skápum og innréttingum að innan sem og að utan, auk þess sem við þrífum öll tæki og lárétta fleti á baðherbergjum og eldhúsum.
Að lokum eru öll gólf ryksuguð og skúruð, þannig að rýmið skíni af hreinlæti og sé algjörlega tilbúið til notkunar.
Þegar kemur að lokahreinsun eftir framkvæmdir skipta öguð og fagmannleg vinnubrögð höfuðmáli. Við leggjum áherslu á smáatriðin og tryggjum að allt sé fullkomlega hreint, hvort sem rýmið er heimili, skrifstofuhúsnæði eða nýbygging.