Hvað gerum við?

Þvegillinn ehf sérhæfir sig í aðalhreingerningum. Við höfum mikla reynslu í að hreingera heimili, atvinnuhúsnæði, sameignir, sumarhús, sjúkrahús, fyrirtæki, álver, skip, flugvélar og þrífum eftir iðnaðarmenn . Einnig tökum við að okkur stórþrif og tæmingu húsnæðis þar sem einstaklingar hafa vegna veikinda ekki getað séð um þrif og tiltekt. Við leggjum okkur fram um að skapa gott starfsumhverfi með góðum aðbúnaði og góðum samskiptum. Það er lítið um mannabreytingar og hjá okkur hefur sama fólkið starfað árum saman. Starfsfólkið er vel þjálfað og með hreina sakaskrá