Flutningsþrif
Þvegillinn hefur reynslu og þekkingu til að sjá um flest allt sem við kemur þrifum, og reynslumikið starfsfólk sem hefur ánægju af því að létta undir með þér í flutningunum.
Þá er búið að pakka niður eldhúsáhöldunum, taka til í geymslunni og búið að finna einhvern til að aðstoða við að flytja búslóðina á nýjan stað. Hvað er þá eftir ?
Þá er komið að því að þrífa eignina hátt og lágt. Það skiptir miklu máli fyrir alla aðila að það sé vel staðið að þrifunum.
Þegar það er verið að flytja á milli húsnæði, getur verkefna listinn verið mjög langur og tíminn knappur. Sem verður oft til þess að það gefst ekki nægur tími í vandvirk þrif. Eftir allt saman, þá hefurðu nóg af öðrum og stærri verkefnum til að sinna, eins og að koma þér vel fyrir í nýju íbúðinni eða húsinu.
Þvegillinn býður upp á alhliða flutningsþrif, sem er hægt að aðlaga eftir þínum óskum. Hvort sem þig vantar aðstoð við að þrífa alla eignina eða einungis aðstoð við að þrifa ákveðinn hluta hennar. Þá er starfsfólk Þvegilsins tilbúið til að aðstoða þig.
Hvað er innifalið í flutningsþrifum hjá Þveglinum?
Þegar það er búið að færa innbúið úr íbúðinni eða húsinu, þá er kominn tími til að láta íbúðina líta enn betur út, með góðum þrifum.
Þvegillinn vinnur alltaf eftir verklýsingu frá viðskiptavinum og er því þjónustan alltaf aðlöguð að þörfum hvers og eins.
Hér er dæmi um lista vegna flutningsþrifa:
- Gluggar þrifnir að innan
- Strokið af ofnum
- Innréttingar þrifnar að utan og innan
- Þurrkað af lágréttum flötum
- Speglar pússaðir
- Bað og sturta þrifin
- Salerni hreinsuð
- Veggir þurrmoppaðir
- Ryksugað og skúrað yfir gólf
Við sjáum um flutningsþrifin, svo þú getir einbeitt þér að flutningunum og að koma innbúinu fyrir á nýjum stað.
Hvað kostar af fá flutningsþrif hjá Þveglinum ?
Þarfir eru mjög mismunandi og er því verðið eftir því. Það fer því allt eftir stærð eignarinnar og því ástandi sem íbúðin eða húsið er í.