Sumarhús – Hreint og tilbúið fyrir gesti allt árið
Við sérhæfum okkur í hreingerningum sumarhúsa fyrir einstaklinga, stéttarfélög og aðra rekstraraðila sem eiga og leigja út mörg sumarhús. Hreint og vel við haldið sumarhús skapar betri upplifun fyrir gesti og eykur endingu húsnæðisins.
Við bjóðum upp á djúphreinsun fyrir sumarhús, bæði fyrir sumarvertíðina og vetrartörnina. Við þurrmoppum veggi, þurrkum af öllum láréttum flötum, strjúkum af eldhúsinnréttingum að utan og innan, þrífum salerni og hreinsum glugga að innan og utan. Einnig er hægt að sérsníða þrifin eftir þörfum hvers eiganda.