Skip to main content

Stórþrif – Þegar þörf er á djúphreinsun og tiltekt

Stundum getur verið erfitt að taka til í rými þar sem mikið hefur safnast saman. Við bjóðum upp á faglega og nærgætna hreinsunarþjónustu fyrir aðstæður þar sem þörf er á mikilli tiltekt og hreinsun.

Með samþykki eiganda fjarlægjum við hluti sem eru orðnir óþarfir, svo sem umbúðir, pappakassa og annað sem hefur safnast upp með tímanum. Við vinnum af virðingu og í góðu samstarfi við þá sem búa í rýminu, tryggjum að hreinsunin sé unnin af fagmennsku og skilningi – og sjáum um að koma því sem á að fara í Sorpu á réttan stað.

Að lokum þrífum við rýmið samkvæmt óskum, þannig að það verði hreinna, rýmra og betra til búsetu eða notkunar.

Ef þú eða ástvinir þínir þurfið stuðning við stórþrif, erum við hér til að veita hjálp á nærgætnan og faglegan hátt.