Skip og flugvélar – Fagleg þrif um borð
Við höfum í mörg ár þjónustað fiskiskip, ferjur, rannsóknarskip og skemmtiferðaskip með faglegum þrifum um borð. Hvort sem um er að ræða farþegarými, eldhús, salerni eða önnur rými, tryggjum við að allt verði hreint og vel við haldið. Við notum hágæða hreinsiefni og tækni sem tryggja vandaða og djúpa hreingerningu.
Einnig bjóðum við upp á þrif í farþegarýmum flugvéla, þar sem við leggjum áherslu á að bjóða ferðamönnum og starfsfólki hreint og öruggt umhverfi.
Með okkar miklu reynslu í þrifum á þessum farartækjum tryggjum við þjónustu sem uppfyllir allar kröfur um hreinlæti og öryggi.