Gólfmeðhöndlun – Fyrir hreinni, fallegri og endingarbetri gólf
Með tímanum slitna gólf og missa sitt upprunalega útlit. Bón dofnar, óhreinindi safnast fyrir og yfirborð verður matt og slitið. Með réttri meðhöndlun er hægt að endurnýja gólfin og lengja endingartíma þeirra.
Við sérhæfum okkur í faglegri meðhöndlun allra gerða gólfa. Við olíuberum parket til að vernda viðinn og draga fram náttúrulegan lit og gljáa. Við bónleysum og bónum gólf fyrir hreinna yfirborð og betri endingu. Vélskúrum gólf til að fjarlægja óhreinindi á skilvirkari hátt en með handskúrun, og pólerum bónað gólf til að endurnýja gljáa þegar bónið hefur dofnað.
Með áralangri reynslu í gólfhreinsun tryggjum við faglega og vandaða þjónustu sem skilar sér í hreinni og betur vernduðum gólfum. Við aðlögum þjónustuna að þörfum hvers rýmis, hvort sem um er að ræða heimili, fyrirtæki eða stofnanir.
Ef þú vilt fríska upp á gólfin þín, gefa þeim fallegt útlit og þá umhirðu sem þau þurfa, þá erum við hér til að hjálpa!