Þvegillinn sérhæfir sig í aðalhreingerningum. Við höfum mikla reynslu í að hreingera heimili, sameignir, fyrirtæki, sumarhús, álverum, sjúkrahúsum og hreingerum um borð í skipum og flugvélum. Einnig tökum við að okkur stórþrif þar sem einstaklingar hafa vegna veikinda ekki getað séð um þrif og tiltekt.

Sagan

Þvegillinn er fjölskyldufyriræki sem var stofnað 1969 af Gunnlaugi og var alla tíð rekið frá heimili Gunnlaugs við Álfhólsveg í Kópavogi til ársins 2000. Verkefnin voru aðallega að hreingera og bóna sjúkra- og skurðstofur á Borgarspítalanum í Fossvogi en einnig var hreingert í fyrirtækjum, stofnunum og heimahúsum. Árið 2000 tóku Einar Gunnlaugsson húsasmíðameistari og Magnea Geirsdóttir við rekstri fyrirtækins, sonur Einars og Magneu, Gunnlaugur Einarssonar margmiðlunarfræðingur hefur starfað hjá fyrirtækinu frá árinu 2003. Verkefnum hefur fjölgað jafnt og þétt og þau orðin fjölbreyttari og flóknari með tilheyrandi tækjabúnaði. Þvegillinn er kominn í húsnæði við Nýbýlaveg 14 í Kópavogi og fer þar vel um starfsfólkið. Þar höfum við góða þvottaaðstöðu og aðstöðu til að hreinsa húsgögn á staðnum.

Starfsfólk

Starfsfólkið okkar er að sjálfsögðu ómissandi og gerir alltaf sitt besta. Það er lítið um mannabreytingar hjá okkur og hefur sama fólkið starfað árum saman. Starfsfólkið er vel þjálfað og með hreina sakaskrá. Við höfum mikla reynslu í að hreingera t.d. á sjúkrahúsum, á deildum sem eru opnar, við erum einungis með hæfilega marga menn til að framkvæma verk þannig að það raski sem minnst á þeim vinnustað sem unnið er á.

Ekki hika við að hafa samband ef þig vantar snögga og góða þjónustu, við gætum fyllsta trúnaðar.